4.6.2021 | 10:25
Viðkvæmur hópur
Fékk fyrri sprautu A-Zenica fyrir tveim mánuðum.
Fékk mótefnamælingu í fyrradag. Niðurstaðan var:
Anti-SARS-CoV-2 S mótefni U/ml. 4,83 Mótefni til staðar.
Samkv. uppl. Frá Sameind eru þeir sem eru með meira en 0,8 U/ml með vörn. Þetta er lítil vörn. Þegar talað er um að búið sé að bólusetja alla okkar viðkvæmustu hópa þá er það einfaldlega ekki rétt að öllu leyti. Þeir sem eru á ónæmisbælandi lyfjum mynda síður mótefni eftir bólusetningu og sumir nánast ekkert. Undirritaður náði líklega þessari niðurstöðu (4,83) vegna þess að ég tók hlé í nokkra daga fyrir og eftir bólusetningu, en ég var þá að taka slíkt lyf. Það gerði ég að eigin frumkvæði. Bólusetningin virkar ekki, nema að litlu leyti fyrir þann stóra hóp sem þarf að taka ýmis lyf eins og sjá má á meðfylgjandi vefsíðu: Understanding your Roche Anti-SARS-CoV-2 (S) test result:
Of the 17 individuals who tested negative 14 cited factors explaining lack of antibodies including: chronic leukaemia, the cancer drug Everolimus, steroid sparing drug and known to be immunocompromised. Niðurstaðan er að nauðsynlegt er að mótefnamæla allan þennan hóp og finna lausn því, allir sem eru á t.d. ónæmisbælandi krabbameinslyfjagjöf hafa falskt öryggi og ætla mætti að sumir séu nálægt 0 í mótefnamælingu. Við fljótlega athugun virðist bóluefni Pfizer koma betur út fyrir þennan ofurviðkvæma hóp. Í Facebook hópi Covid-19 eru margir búnir að birta tölur úr mótefnamælingu og fá miklu hærri tölur en undirritaður.
Understanding your Roche Anti-SARS-CoV-2 (S) test result - Testing For All
Kveðja,
Jón Stefánsson
Viljum ekki fá ný og skæð afbrigði inn í landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.